Vatnaskil standa á traustum grunni í straumfræði yfirborðsvatns og hafa unnið ráðgjafastörf á því sviði í meira en þrjá áratugi. Sérfræðingar okkar eru þjálfaðir í líkanagerð sem lýtur að rennsli í ám, vötnum og uppistöðulónum. Líkönum hefur verið beitt í margs konar umhverfisfræðilegum verkefnum og stýringu auðlinda, svo sem til að meta aurburð og setmyndun í vötnum og uppistöðulónum og til að meta hættu vegna flóða. Notuð eru bæði líkön sem þróuð hafa verið á stofunni (AQUASEA) og líkön annarra aðila.