Vatnaskil nota helstu hugbúnaðarpakka sem til eru á almennum markaði hverju sinni við lausn verkefna. Þegar tiltækur hugbúnaður annarra aðila dugar ekki til hafa sérfræðingar Vatnaskila sérsniðið hugbúnaðarlausnir til að mæta þörfum viðskiptavina.

Tveir hugbúnaðarpakkar sem Vatnaskil hafa þróað, AQUA3D og AQUASEA hafa verið til sölu síðan 1997. Báðir hafa verið seldir fjölmörgum erlendum aðilum um heim allan og verið notaðir við lausn ýmiss konar verkefna með góðum árangri.

AQUA3D

AQUA3D forritið byggist á Galerkin smábútaaðferðinni og leysir saman í þremur víddum flæði grunnvatns og flutning uppleystra efna. Leiðnieiginleikar kerfisins geta verið hvort sem er einsleitir og einsátta eða misleitir og misátta (stefnuháðir).

Kaupa AQUA3D

AQUASEA

AQUASEA forritið byggist á Galerkin smábútaaðferðinni og leysir meðalstreymislíkingu fyrir strauma á grunnsævi, í ám og vötnum. Einnig getur það reiknað flutning uppleystra efna og sets, og varmadreifingu.

Kaupa AQUASEA