Vatnsmýri, vatnafar og umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggðar
Bolungarvík, vindafar við snjóflóðagarð
Yfirborðsvatn
Hermun flóða í Markarfljóti
Straumar og setflutningur í Mývatni
Varmaflutningur í River Clyde, Skotlandi
Sjávarlíkön
Kolgrafafjörður, greining vatnsgæða og straumlíkangerð
Gufudalssveit, straumlíkangerð vegna vegfyllinga
Skólpútrásir, Ísland
Loftgæði
Grundartangi, mengunardreifing
Tónlistar- og Ráðstefnuhús, útreikningar á umferðarmengun
Dreifing ryks af bökkum Hálslóns
Umhverfi
Hitadreifing í grunnvatnsgeyminum á Mosfellsheiði
Loftdreifing frá Carrow Works, Englandi
Drefingarreikningar vegna áhættumats framkvæmda Sandskeiðslínu
Reykjanes háhitasvæði
Viðskiptavinur: HS Orka
Viðfangsefni:
Þróun á hugmyndalíkani og tilsvarandi reiknilíkani af jarðhitasvæðunum í Svartsengi, Eldvörpum og á Reykjanesi. Reiknilíkaninu hefur verið beitt til að hjálpa til við skipulagningu rekstrar á jarðhitasvæðunum og mati á afkastagetu þeirra bæði með tilliti til nýtingar- og sjálfbærnisjónarmiða. Þá hefur verið framkvæmd árleg greining á því hvernig vinnslan hefur haft áhrif á ástand jarðhitakerfisins.
Kárahnjúkavirkjun
Viðskiptavinur: Landsvirkjun
Viðfangsefni:
Líkangerð á innrennsli til lóna, langtíma innrennslisraðir (55 ár) með sögulegu veðri, og breyttu til hlýrra loftslags.
Stjórnun vatnsauðlinda á höfuðborgarsvæðinu
Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og fleiri
Viðfangsefni:
Þróun yfirborðs- og grunnvatnslíkans af höfuðborgarsvæðinu fyrir vatnsveitur á svæðinu. Notað við mat á afkastagetu vatnsbóla, afmörkun vatnsverndarsvæða við neysluvatnsholur og reikninga á dreifingu affallsvatns frá jarðvarmavirkjun á Hellisheiði.
Daglegar rennslisspár fyrir virkjunarkerfi
Viðskiptavinur: Landsvirkjun
Viðfangsefni:
Hönnun, þróun og rekstur kerfis sem spáir um rennsli til virkjana 1-2 vikur fram í tímann út frá veðurspám.
Vatnsaflsvirkjun á suðvestur Grænlandi
Viðskiptavinur: Alcoa
Viðfangsefni:
Vatnafræðileg líkangerð fyrir rannsókn á hagkvæmni raforkuframleiðslu á suðvestur-Grænlandi.
Skólpútrásir, Ísland
Viðskiptavinur: Ýmis sveitarfélög
Viðfangsefni:
Þróun straumlíkana fyrir Faxaflóa og fjöld fjarða á Íslandi til að líkja eftir dreifingu skólps (fleiri en 20 verkefni á Íslandi).
Grundartangi, mengunardreifing
Viðskiptavinur: Norðurál og Elkem
Viðfangsefni:
Líkanreikningar á dreifingu útblásturs (SO2 og HF) frá iðjuverum Norðuráls og Elkem á Grundartanga.
Vatnsmýri, vatnafar og umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggðar
Viðskiptavinur: Reykjavíkurborg
Viðfangsefni:
Þróun umhverfisvöktunar Vatnsmýrarsvæðisins í Reykjavík. Uppsetning afrennslis- og grunnvatnslíkans til að meta umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggðar á vatnafar svæðisins, þ.m.t. mýrarsvæði, læki og tjarnir.
Lághitasvæði í Reykjavík
Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur
Viðfangsefni:
Þróun hugmyndalíkans og tilsvarandi reiknilíkans af lághitasvæðunum á Laugarnesi, Elliðaám og í Mosfellssveit. Árleg greining á því hvernig vinnsla úr svæðunum hefur áhrif á ástand kerfanna.
Olkaria háhitasvæði, Kenya
Viðskiptavinur: KenGen
Viðfangsefni:
Greining gagna og þróun hugmyndalíkans ásamt tilsvarandi reiknilíkani. Beiting reiknilíkans til að hjálpa til við skipulagningu vinnslu með tilliti til nýtingar- og sjálfbærnisjónarmiða. Þá hafa starfsmenn Vatnaskila einnig tekið þátt í þjálfun og kennslu starfsmanna KenGen.
Stjórnun vatnsauðlinda á Reykjanesi
Viðskiptavinur: HS Orka
Viðfangsefni:
Þróun yfirborðs- og grunnvatnslíkans af Reykjanesskaga. Notað við mat á afkastagetu og aðrennslissvæði neysluvatnshola og reikninga á dreifingu affallsvatns frá jarðvarmavirkjun að Svartsengi.
Stjórnun vatnsauðlinda á norðausturlandi
Viðskiptavinur: Landsvirkjun
Viðfangsefni:
Þróun yfirborðs- og grunnvatnslíkans af Norðausturlandi. Notað í mati á umhverfisáhrifum með það að markmiði að verja Mývatn við affallsvatni frá nálægum jarðvarmavirkjunum. Einnig notað við mat á aðrennslissvæðum neysluvatnshola og lindasvæða.
Bolungarvík, vindafar við snjóflóðagarð
Viðskiptavinur: Bolungarvíkurkaupstaður
Viðfangsefni:
Líkan til að meta áhrif snjóflóðavarnargarðs á vindafar í Bolungarvík. Líkanniðurstöður notaðar til að finna bestu lausn mótvægisaðgerða og lágmarka neikvæð áhrif aukins vinds á íbúðarsvæðum.
Uppsetning straumfræðilegs líkans af Markarfljóti til að líkja eftir jökulhlaupi við gos undir Eyjafjallajökli. Líkanniðurstöður eru notaðar til grundvallar hönnun á flóðvarnargörðum.
Straumar og setflutningur í Mývatni
Viðskiptavinur: Kísiliðjan hf.
Viðfangsefni:
Líkangerð af straumum og setflutningi í Mývatni til að meta áhrif kísilgúrvinnslu af botni vatnsins.
Varmaflutningur í River Clyde, Skotlandi
Viðskiptavinur: Land and Water Resource Consultants Ltd.
Viðfangsefni:
Líkan af varmaflutningi í ánni Clyde við Glasgow, sem hluti af hagkvæmniathugun fyrir 10 MW varmadælukerfi.
Kolgrafafjörður, greining vatnsgæða og straumlíkangerð
Viðskiptavinur: Vegagerðin
Viðfangsefni:
Umsjón með vatnsgæða- og sjávarfallamælingum, gagnagreining, líkangerð.Markmiðið var að greina umhverfisaðstæður í firðinum sem gætu haft áhrif á súrefnisbúskap fjarðarins og meta hvort tilkoma vegfyllingarinnar hefði áhrif á þær aðstæður.
Gufudalssveit, straumlíkangerð vegna vegfyllinga
Viðskiptavinur: Vegagerðin
Viðfangsefni:
Líkangerð vegna fyrirhugaðra vegfyllinga í Gufufirði, Djúpafirði og Þorskafirði til að spá fyrir mögulegar breytingar á sjávarstraumnum.
Tónlistar- og Ráðstefnuhús, útreikningar á umferðarmengun
Viðskiptavinur: Hönnun
Viðfangsefni:
Útreikningar á umferðarmengun vegna breytinga á gatnakerfi í kringum áætlað Tónlistar- og Ráðstefnuhús í Reykjavík.
Dreifing ryks af bökkum Hálslóns
Viðskiptavinur: Landsvirkjun
Viðfangsefni:
Uppblástur á þurrum bökkum Hálslóns að sumri og dreifing ryksins með vindi.
Hitadreifing í grunnvatnsgeyminum á Mosfellsheiði
Viðskiptavinur: Orkuveita Reykjavíkur
Viðfangsefni:
Beiting fyrirliggjandi grunnvatnslíkans af höfuðborgarsvæðinu til mats á áhrifum grunnförgunar affallsvatns frá Nesjavallavirkjun á grunnvatn.
Loftdreifing frá Carrow Works, Englandi
Viðskiptavinur: Britvic Soft Drinks Ltd.
Viðfangsefni:
Loftdreifingarreikningar frá fyrirhuguðum nýjum skorsteini fyrir aðal suðuketill hjá Carrow Works. Niðurstöður dreifingarreikninganna (lögðu grunninn að áhættumati) voru nýttar til grundvallar áhættumats um styrk NO2 í nágrenni Carrow Works.
Drefingarreikningar vegna áhættumats framkvæmda Sandskeiðslínu
Viðskiptavinur: Efla verkfræðistofa, Landsnet
Viðfangsefni:
Beiting fyrirliggjandi grunnvatnslíkans af höfuðborgarsvæðinu við mat á dreifingu mengunar með grunnvatnsstraumum frá mögulegum upptakastöðum mengunarslysa. Niðurstöður líkanreikninga lögðu grunninn að áhættumati framkvæmda gagnvart vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.