Vatnaskil hefur yfir 35 ára reynslu af ráðgjafarþjónustu í fjölbreyttum verkefnum á sviði vatnsöflunar og stjórnunar vatnsauðlinda, m.a. fyrir vatns- og raforkuveitur, sveitarfélög og ýmsan iðnað. Sérfræðingar okkar hafa hannað yfirborðsrennslis- og grunnvatnslíkön til nota við ýmis fjölbreytt verkefni er lúta að mati á afkastagetu vatnsbóla, vatnsvernd og dreifingu mengunarefna í umhverfinu. Okkar líkön eru oft mikilvægur þáttur í mati á umhverfisáhrifum (MÁU) við undirbúning jarðvarma- og vatnsaflsvirkjana og í verkefnum er varða skipulag landnotkunar og byggðaþróun.
Sameiginlegt markmið okkar viðskiptavina er að nýta vatnsauðlindina á ábyrgan og sjálfbæran hátt og standa jafnframt vörð um framtíðargildi auðlindarinnar. Þessi markmið verða nú sífellt mikilvægari enda hefur framþróun byggðar og aukin vatnsþörf í för með sér aukið álag og aukna hættu fyrir vatnsauðlindina. Vatnaskil hefur yfir umfangsmikilli reynslu að ráða til að aðstoða okkar viðskiptavini við að ná þessum markmiðum.