Vatnsafl

Vatnsafl - Þjónusta

Vatnaskil hafa komið að fjölda verkefna tengdum hönnun virkjanakosta í vatnsafli og rekstri þeirra. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð rennslislíkana sem gefa áreiðanlegt mat á sögulegu innrennsli til virkjana, geta spáð fyrir um rennsli í nánustu framtíð út frá veðurspám og breytingar á innrennslisháttum til virkjana vegna loftlagsbreytinga.

Jöklar, fjölbreytt landslag og flóknar jarðmyndanir á Íslandi gera rennslislíkanagerð hér flóknari en víðast annars staðar. Vatnaskil beita öflugum reiknilíkönum til að líkja sem best eftir öllum meginþáttum rennslis, þ.e. yfirborðsrennsli, jökulleysingu og grunnvatnsrennsli á vatnasviðum vatnsaflsvirkjana.

Líkönin eru meðal annars nýtt til þess að búa til langtímarennslisraðir til miðlunarlóna út frá sögulegum veðurröðum, og út frá breyttum veðurröðum til að líkja eftir áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Enn fremur hafa Vatnaskil gert daglegar spár um innrennsli til miðlunarlóna til skamms tíma (1-2 vikur) sem byggjast á veðurspám. Orkufyrirtæki nýta afurðir líkananna til að uppfæra vatnsaflsvirkjanir, hanna nýjar virkjanir, semja um orkuverð til kaupenda út frá langtímahorfum um rennslishætti og framleiðslugetu og til að stýra orkuframleiðslu virkjanakerfis út frá skammtímahorfum um rennsli.

Vatnaskil hafa í yfir 35 ár veitt sérhæfða ráðgjöf til fyrirtækja í bæði opinberum geira og einkageira, á Íslandi og erlendis. Sérfræðingar okkar nota töluleg líkön sem nýta nýjustu vísindalega þekkingu og geta líkt eftir fjölbreyttum náttúrulegum aðstæðum. Þjónusta í líkanagerð er sniðin að þörfum viðskiptavina hverju sinni gagnvart þróun vatnsaflsvirkjanakosta og rekstri, þ.m.t. hagkvæmniathugana, umhverfismats, rekstrarstýringar og kerfisstjórn.


Dæmi um þjónustu

Mótun og rekstur á nýtingu auðlinda
Spár um rennsli til miðlunarlóna
Töluleg líkanagerð fyrir vatnasvið
Vatnsgæði og setflutningur í lónum
Straumhegðun í vatnsaflsmannvirkjum

Dæmi um verkefni

Smelltu á verk til að skoða nánar

Kárahnjúkavirkjun

Daglegar rennslisspár fyrir virkjunarkerfi

Vatnsaflsvirkjun á suðvestur Grænlandi