Þéttbýlisþróun

Þéttbýlisþróun - Þjónusta

Vatnaskil veita ráðgjöf til viðskiptavina í bæði opinbera geiranum og einkageira vegna þéttbýlisþróunar og skipulags. Sérfræðiþekking okkar lýtur að spám um umhverfisáhrif uppbyggingar þéttbýlis og að aðstoða viðskiptavini í að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og uppfylla ákvæði reglugerða. Með þverfaglegri þekkingu starfsmanna eru Vatnaskil í stakk búin til að leysa hin fjölbreyttustu verkefni, frá afrennsli og frárennsli þéttbýlis til vindafars.


Dæmi um þjónustu

Afrennsli/frárennsli þéttbýlis
Umhverfisáhrif þéttbýlismyndunar
Vindafar
Mótvægisaðgerðir gegn mengun

Dæmi um verkefni

Smelltu á verk til að skoða nánar

Vatnsmýri, vatnafar og umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggðar

Bolungarvík, vindafar við snjóflóðagarð