Sjávarlíkön

Sjávarlíkön - Þjónusta

Vatnaskil hefur verið leiðandi ráðgjafi á Íslandi í meira en 30 ár þegar kemur að sjávarlíkanagerð og hefur unnið verkefni víða erlendis sem og við Íslandsstrendur. Vatnaskil veitir ráðgjöf er snýr meðal annars að útrásum frá iðnaði og fráveitukerfum, setflutningi og straumum við mannvirki (t.d. brýr, hafnir og vegfyllingar).

Vatnaskil hefur í gegnum tíðina þróað eigin hugbúnað, AQUASEA, til lausnar á grunnsævisjöfnum og flutning á hlutlausum sporefnum. Vatnaskil takmarkar sig þó ekki við eigin hugbúnað og hefur öflug tól til mats á sjávarföllum, öldu, setflutningi og vatnsgæðum sem henta stórum sem smáum verkum.


Dæmi um þjónustu

Sjávarfallalíkanagerð
Ölduhegðun í höfnum
Setflutningur og botnrof
Vatnsgæði
Áhrif þverunar fjarða, varnargarða og annarra strandmannvirkja


verkefni Kolgrafafjordur video
Hermun sjávarstrauma og styrks súrefnis í Kolgrafafirði - Grunnkort: Loftmyndir ehf

Dæmi um verkefni

Smelltu á verk til að skoða nánar

Skólpútrásir, Ísland

Kolgrafafjörður, greining vatnsgæða og straumlíkangerð

Gufudalssveit, straumlíkangerð vegna vegfyllinga