Loftgæði

Loftgæði - Þjónusta

Vatnaskil hafa áralanga reynslu af ráðgjöf á sviði loftgæða. Meðal verkefna sem Vatnaskil hefur tekið að sér eru reikningar á dreifingu útblásturs frá iðnaði og jarðvarmavirkjunum, uppblæstri og dreifingu ryks og umferðarmengun.

Fyrirtækið býr yfir þekkingu og reynslu til að leysa ólík verkefni með hagstæðustum hætti, til dæmis dreifingu um skamman veg frá iðnaði með tiltölulega einföldum líkönum, flóknari dreifingu frá iðnaði þar sem byggingar hafa áhrif á dreifingu, og dreifingu um langan veg með þróaðri líkönum sem nýta veðurlíkön og veðurathuganir á fjölda veðurstöðva. Notuð eru líkön sem mælt er með af amerísku umhverfisverndarstofnuninni EPA, svo sem Aermod og Calpuff. Jafnframt hafa verið þróuð á stofunni líkön til reikninga á uppblæstri og dreifingu náttúrulegs ryks með vindi.


Dæmi um þjónustu

Loftmengun frá iðnaði og jarðvarmavirkjunum (gas, ryk og lykt)
Umferðarmengun
Uppblástur og dreifing náttúrlegs ryks

Dæmi um verkefni

Smelltu á verk til að skoða nánar

Grundartangi, mengunardreifing

Tónlistar- og Ráðstefnuhús, útreikningar á umferðarmengun

Dreifing ryks af bökkum Hálslóns